Pólskir og Barnaverndarstofa taka höndum saman og styrkja unglinga!

Ég sá ótrúlega frétt í Mogga í dag.

Þar er fjallað um pólskan arkitekt sem fann mikið til með unglingum í meðferð hjá Götusmiðjunni því þeir höfðu enga almennilega aðstöðu til reykinga. (Allir viljum við jú styrkja reykingar ekki satt?)

Pawel hinn pólski skundar því austur ásamt fríðu föruneyti landa sinna, en þeir þykja manna öflugastir í smíðum og "unnu baki brotnu" við að koma upp almennilegri aðstöðu til þessara þarfaverka. „Ég hef lengi unnið við hvers kyns sjálfboðastarf í þágu ungs fólks og eftir sjö mánaða dvöl hér á landi langaði mig að láta eitthvað gott af mér leiða," segir Pawel ennfremur í sömu grein. Hann leitaði til barnaverndaryfirvalda til að sjá hvar neyðin var stærst og komust hann og Bragi Guðbrandsson að að því að neyðin væri sem sé stærst þarna.

Ég hef ekkert út á Braga eða Barnaverndarstofu að setja en finnst þér ekki kæri lesandi að það sé eitthvað skrýtið í meðferðarúrræðunum í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband