Írak - Íran, óskabrunnurinn?

Nú spyr maður sig hvort réttkjörnir fulltrúar Íslendinga; forsætisráðherra og ráðherrar ætli að lýsa yfir stuðningi við fyrirhugaða innrás Bandaríkjamanna í Íran, en flest bendir til þess að þangað muni Bush senda óvígan her til varnar friði, réttlæti og alþjóðaheill.

Haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni að stuðningur við innrásina í Írak hafi verið tekinn á forsendum rangra upplýsinga, þ.e. að þar væru "weapons of mass destrucion" eins og Bússi sagði eða þaðan af verra. En þau fundust aldrei. Skyldi Saddam hafa selt þau? Til öryggis var hafist handa við að murka lífið úr innfæddum og þeim sem voru þar á mótþróaskeiðinu. Það hefur verið reynt oft áður hér í Evrópu með frekar litlum árangri. Það eru nú meiri íhaldsskarfarnir sem vilja ekki hafa útlendan her í landinu sínu, ég segi það nú bara.

Nú er að læra af reynslunni og láta ekki teyma sig eins og aula á foraðið í orðaflaumi hinna "rétthugsandi" heldur staldra við og hugsa sig um.

 

Hver man eftir laginu Viska Einsteins með Utangarðsmönnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband