Strætó klikkar ekki

Það eru skrýtnar fréttir sem maður les um strætó.

Allt virðist fyrir löngu vera komið í óefni í samgöngumálum Strætó bs.

Eru þetta einu leiðirnar sem Strætó bs. finnur til að auka þjónustu við borgarana?

Hækkun fargjalda um 6,7-33%.

Það munar nú um minna. Hækkunin ku vera helmingi hærri en verðbólguspáin fyrir 2007, eða svo segja pólítíkusar. Með þessu verður tryggt að enginn óbilaður tekur strætó nema kannski ringlaðir túristar. Ef svo vel vildi til að þeir væru pólskir þá gætu þeir kannski spurt pólska bílstjórann sinn til vegar. (Ég hef ekkert á móti pólskum eða annarslenskum).

En nú er komið nóg af þessari vitleysu. Fargjaldahækkun bætir ekki þjónustuna né eykur notkun strætisvagnanna. Og ef fólki fækkar sem notar strætó þá kemur enn minni peningur í kassann. Hvað þá? Hækka meira til að fá “meiri” pening?  Ég get ómögulega skilið af hverju við getum ekki lært af reynslu þeirra sem kunna að reka slíka þjónustu. Líta til reksturs slíkra félaga annars staðar t.d. á norðurlöndunum. Hvað gera þeir þar? Að vísu verður að taka tillit til þess að stórreykjavíkursvæðið er gríðarlega óhagkvæmt að rekar strætisvagnakerfi í. Hér hefur markvisst verið að breiða út byggð yfir sem stærsta svæðið, kannski til að Reykjavík geti montað sig af mesta flatarmáli byggðar. Á norðurlöndum er byggðin miklu þéttari og þ.a.l. miklu hagkvæmara að reka þar samgöngukerfi. En þar sem allir vilja eiga einbýlishús með bílskúra undir bílana sína með útsýn yfir óspillta sveitina spýtist byggðin út um allt eins og æxli. Það segir sig sjálft að við þannig aðstæður er miklu erfiðara að reka samgönguþjónustu. Það er augljóst að það þarf að fá í starfið mannskap sem tekur á þessu af einhverju viti. Ég mæli með að hingað verði fengnir ráðgjafar og sérfræðingar úr sambærilegum rekstri á norðurlöndunum og þeim svæðum er svipar til aðstæðna okkar (ég á nú að vísu ekki von á að þannig aðstæður séu víða).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband