22.2.2007 | 16:35
DV, nýtt og betra?
Ég heyrði viðtal við Sigurjón M. Egilsson nýjan ritstjóra DV í útvarpinu í morgun.
Mér hefur alltaf fundist Sigurjón skemmtilegur og með athyglisverða sýn á samfélagið. Þegar hann t.d. skrifaði á baksíðu Fréttablaðsins þankapistla hér áður fyrr meðan allt lék í lyndi las ég alltaf greinarnar hans. Já, maður með góða réttlætiskennd og góðmenni.is
Nú er hann farinn að ritstýra DV sem man svo sannarlega fífil sinn fegri. Ég man hér þegar Dagblaðið var stofnað og keppti við Vísi um hylli Reykavíkurbúa. Flestir hrópuðu húrra þá. All svakalega hefur nú DV breyst síðan þá og hefur það orðið að sorp- og lágmenningarblaði par exellance þannig að lyktina bar til Murmansk.
Sigurjón staðhæfir að DV nú ætli ekki að feta þennan stíginn og verðum við að treysta því að hann sé ekki að plata okkur. DV verði síðdegisblað með nýrri fréttir en morgunblöðin. Segir hann að helgarblaðið nýja hafi fengið góða móttökur (ég hef ekki sé það) og ætlar þessu nýja (gamla) blaði að vinna sér aftur inn virðingu íslendinga.
Gangi honum og öllum stafsmönnum DV vel. Batnandi blaði er best að lifa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.