Pay and smile!

Ég las frétt á vef RÚV í dag um könnun Gallup fyrir Íbúðalánasjóð. Maður ætti nú ekki að vera hissa, orðinn þetta gamall (!) og allt það en SAMT! Ætla íslendingar aldrei að hætta dansinum kringum gullkálfinn?

Það kemur nefnilega í ljós að “fólk” vilji hærri íbúðalán þ.e. fimmtungur vill ótakmarkaða lánsfjárhæð og tveir/þriðju vilja 80-100% lán. Sem sé; það þarf ekki að eiga neitt til að geta fá allt.

Það má jú segja að að ef lánastofnunin góða metur lántaka-greyið svo að hann sé borgunarmaður fyrir tugum milljóna þá gott og vel. Fullorðið fólk verður að axla ábyrg á gjörðum sínum. Vextir í dag eru þannig að sá sem einu sinni tekur slíkt lán er kominn í höggstokkinn, búið að hífa upp, bara eftir að sleppa spottanum...Hvað gerir landinn nú? Hann fær lán fyrir einbýlishúsinu, kaupir allt nýtt innanstokks og byrjar búskap eins og kennt er í Innliti/útliti og í glanstímaritunum. Það þarf jú að toppa Nonna frænda annars ertu auli og sucker! Skítt með það þó launin séu 300 þúsund á mánuði fyrir hjónin. Jafnvel er líka keyptu nýr Lexus svo fólk haldi ekki að allur peningurinn hafi farið í húsakaupin. Allir hafa séð þessi dæmi hægri-vinstri. Síðan er dauðinn lapinn úr skel og allt volæðið bitnar á börnunum sem ekkert hafa til saka unnið. Þau eignuðust bara heimska foreldra sem teymd voru á höggstokkinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband