14.2.2007 | 16:32
Geir Ólafs: Ekki af baki dottinn!
Það er greinilega mikið í Mogga í dag. Viðtal við Geir Ólafsson sem er þekktastur fyrir að reyna að herma eftir frægum erlendum (gömlum) söngvurum. Og ef ekki þá má minna á heilsíðuauglýsingu frá honum í blöðunum í fyrra til að koma honum í Eurovision.
Hann heldur því fram að vegna þess að honum hafi verið hafnað í undankeppni söngvakeppni RÚV hafi íslendingar misst af stóra tækifærinu! Muna ekki menn hvernig hann sló í gegn síðast í undankeppni RÚV? En nóg um það. Hans hjartans mál virðist vera að fá sem flesta til að dásama sig og dáðst að.
í lokin eru landsmenn varaðir við að önnur heilsíðu auglýsing sé í farvatninu. Það verð ég að segja um hann Geir að hann er enginn meðaljón og þar á ég eingöngu við það að láta bera á sér.
Ég veit ekki alveg af hverju ég er að skrifa þetta, þetta fer vafalaust eitthvað pent í taugarnar á mér...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.