Lífsgleði og kurteisi

Ég sá grein í Mogga í dag um námskeið sem Impra nýsköpunarstöð heldur með Eddu Björgvinsdóttir framarlega í flokki sem leiðbeinanda.

Edda segir: "Fólk getur komið í vinnuna sína rosalega fúlt, en getur líka kosið að umbreyta tilfinningum sínum á leiðinni í vinnuna og mætt glatt og fullt af orku í vinnuna. Þetta er list leikarans. Þetta er aftur á móti ekki á nokkurn hátt list vegna þess að allir eru að gera þetta alltaf. Við leikarar gerum þetta bara meðvitað og ég ætla að freista þess að kenna fólki að nota tækni leikarans meðvitað til þess að eiga gjöfulli mannleg samskipti."

Það er nú aldeilis kominn timi til að freista þessa að fækka þessu sjálfumglaða og hrokafulla liði sem meðhöndlar viðskiptavininn sem æluklessu á gangstétt.

Við skulum þó ekki öll breytast í Bibbu á Brávallagötunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband