Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.2.2007 | 16:28
Frjálslyndi kommaflokkurinn
Skondin er grein í Mogga í dag eftir Gunnar Örn Örlygsson.
Þar virðist vera málið að benda þjóðinni á að Frjálslyndi flokkurinn sé eldrauður vinstri flokkur og ef menn menn eru ekki sannfærðir þá er nóg að benda á Kristinn H. Gunnarsson sem hafi "lengi verið kenndur við vinstri væng Framsóknarflokksins" (hættulegur) svo notuð séu örð Gunnars. "Eldrautt og skínandi langt til vinstri í búðum Frjálslynda flokksins". Ekki er ég viss um að Guðjón Arnar eða Magnús Þór mundu nú flokka flokkinn sinn sem langt til vinstri. Önnur lýsingarorð myndi vafalaust koma þar við sögu.
Þetta er hins vegar dæmigert og jafnvel frekar litlaust innlegg í umræðuna nú með kosningadrauginn baulandi á gluggann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2007 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)